AMPERA-E

Skilmálar

Bílabúð Benna ehf.
Krókkháls 9, 110 Reykjavík
590-2000
benni@benni.is
VSK númer: 36193

Almennur opnunartími 9-18 alla virka daga. 12-16 laugardaga.

Vöruskilmálar
Verð – 50,000 kr.
Eiginleiki vöru – innborgun inná Opel Ampera-E bifreið sem tryggir eintak af bílnum þegar hann kemur til landsins gegn fullri greiðslu. Endanlegt verð er háð gengi kaupdags.

Almennt
Bílabúð Benna áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir sérstaklega.

Verð
Öll verð á síðunni eru uppgefin í íslenskum krónum og innihalda virðisaukaskatt. Verð geta breyst án fyrirvara.

Afhending vöru
Staðfesting er afgreidd á sölustað Porsche næsta virka dag eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.

Greiðslur
Greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar. Hægt er að greiða með öllum helstu greiðslukortum. Kaupandi fær kvittun þegar greiðsla er framkvæmd.

Skila- og endurgreiðsluréttur
Kaupandi getur hætt við kaupin hvenær sem er. Framvísa skal kvittun til að fá innborgun endurgreidda.

Samband
Kaupandi gefur seljanda leyfi til að hafa samband við sig til að veita frekari upplýsingar um vöruna, þmt. Eiginleika, afhendingu og aðrar upplýsingar.

Lög og varnarþing
Skilmála þessa ber að túlka í samkvæmt íslenskum lögum. Ef kemur upp ágreiningur milli kaupenda og seljanda vegna skilmála Bílabúð Benna ehf, verður málinu vísað til íslenskra dómstóla.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.Notkun á persónuupplýsingum

Sendingar úr kerfi Verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.